Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsóknarnefndir

Reykjavík: 12.12.2012
Tilvísun: 201211-0033
 
 
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsóknarnefndir, 416. mál.
 
Alþýðusamband Íslands gerir ekki efnislegar athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins en kýs að vekja athygli nefndarinnar á eftirfarandi. 
 
Í 1.gr. frumvarpsins er ákvæði um rétt ríkisstarfsmanna til launalauss leyfis frá störfum vegna starfa í rannsóknarnefnd. Lögin gera öllum jafnhátt undir höfði í þessu efni í dag. Gangi þessi breyting eftir óbreytt er réttarstaða einstaklinga sem starfa á almennum vinnumarkaði allt önnur og verri en starfsmanna ríkisins. Það er eindregið álit ASÍ, að annað af tvennu verði bæði starfsmönnum á almennum vinnumarkaði og ríkisstarfsmönnum gert jafnhátt undir höfði í þessu efni eða sérákvæðið um betri stöðu ríkisstarfsmanna fellt brott. Fyrri kosturinn er betri og tryggir stærra mengi sérfræðinga til þess að velja úr við skipun rannsóknarnefnda. 
 
 
Virðingarfyllst, 
Magnús M. Norðdahl hrl.,  
lögfræðingur ASÍ