Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.)

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.)

Reykjavík, 8.10 2015
Tilvísun: 201509-0014

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál

Alþýðusamband Ísland leggur áherslu á, líkt og í fyrri umsögnum sambandsins um frumvarp til laga um náttúruvernd nr. 60/2013, að breið sátt náist um efnistök þess þar sem skiptar skoðanir ólíkra hópa samfélagsins koma óhjákvæmilega fram. Lög um náttúruvernd fjalla jafnt um almannarétt og verndun náttúrunnar og er mikilvægt að lögin endurspegli þann samhljóm sem þar þarf að vera.
ASÍ bendir á að mikilvægt er að standa vörð um þá hugmyndafræði sem liggur að baki undirbúningsvinnu laga um náttúruvernd, þar sem unnið var út frá þeirri forsendu að umhverfi er hin ytri náttúra umsköpuð af tæknilegu valdi mannsins.

ASÍ telur einnig mikilvægt að í lögum um náttúruvernd, sé tekið tillit til sjónarmiða þeirra atvinnugreina sem eiga beina hagsmuni að gæta s.s. ferðarþjónustunnar.

Virðingarfyllst,
Maríanna Traustadóttir
sérfræðingur hjá ASÍ