Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991 (hópmálsókn)

Reykjavík 25.03 2010

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991 (hópmálsókn).

Alþýðusamband Íslands er sammála því meginsjónarmiði frumvarpsflytjenda að nauðsynlegt sé, að réttarfarslöggjöf geymi sérstök ákvæði um hópmálssókn. Ekki er tekin efnisleg afstaða til einstakra greina frumvarpsins en á það bent, að sum ákvæði þess eru mjög matskennd sbr. t.d. b. lið 1.gr. um einsleitni og b.lið c.liðar 1.gr. um hvort úrræði sé heppilegt eða ekki en almennt verður að telja mikilvægt að lögin sjálf eða greinargerð með þeim veiti skýra leiðbeiningu um hvernig með skuli fara.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ