Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Reykjavík: 17.10.2014
Tilvísun: 201410-0024

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, nr. 35/2014 (frádráttarliðir), 240. mál

Alþýðusamband Íslands gerir ekki athugasemdir við frumvarp þetta sem skv. markmiðum sínum er ætlað að stuðla að jafnari meðferð eðlislíkra tilvika og skýra framkvæmd. Samkvæmt umsögn skrifstofu opinberra fjármála mun frumvarpið ekki hafa áhrif á heildarútgjöld vegna skuldaleiðréttingarinnar. Æskilegt hefði verið að fyrir lægi hver áætluð fjárhæð nýrra frádráttarliða er og hver áhrif hækkanir þessar hafi á áætlaða skuldaleiðréttingu þeirra sem þessara lækkana nutu og raunar þess hóps sem áætlað er njóti lækkunar skv. lögum 35/2014.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ