Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis

Reykjavík 10.11 2009

Mál 200911-0019

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, 102.  mál.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ ) styður framgang þessa máls og telur það mikilvægan áfanga að auknu lýðræði. ASÍ vill þó vekja athygli á, að leita þarf leiða til þess að samþætta ákvæði kosningalaga og markmið jafnréttislaga nr. 10/2008 sem mæla sérstaklega fyrir um að á öllum sviðum samfélagsins skuli gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í ákvörðunum, vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu og gæta þess sérstaklega að bæta stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu sbr. a, b og c lið 1.gr. l. 10/2008.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl,

lögfræðingur ASÍ.