Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Reykjavík, 12. mars 2015
Tilvísun: 201503-0001

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, 562. mál
Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (vörukaup, þjónusta).

ASÍ lýsir yfir ánægju sinni með ofangreint frumvarp og leggur áherslu á, líkt og í fyrri umsögn um málið frá 06.12.2013, að tilskipun Evrópuráðsins 2004/113/EB sé innleidd í íslenska rétt.
Í athugasemdum með frumvarpinu er gerð ítarleg grein fyrir framkvæmd tilskipunarinnar og þeim dómum sem þegar hafa fallið og hvernig ber að túlka þá, en meginmarkmið tilskipunarinnar er að tryggja að kynjunum sé ekki mismunað við kaup eða afhendingu þjónustu.

Lög nr. 10/2008 leggja sérstaka áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði en með innleiðingu tilskipunarinnar er verið að stuðla að jafnrétti kynjanna ekki eingöngu á vinnumarkaði, heldur á öðrum sviðum samfélagsins.

F.h. Alþýðusambands Íslands
Maríanna Traustadóttir,
sérfræðingur