Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög

Reykjavík 15.5 2015
Tilvísun: 201504-0019

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003, 697. mál

Samkvæmt markmiðum sínum er frumvarpinu ætlað að skýra og styrkja réttarstöðu húsnæðissamvinnufélaga og félagsmanna þeirra. ASÍ tekur undir þau markmið og gerir ekki athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. ASÍ tekur undir þær tæknilegu athugasemdir sem Íbúðalánasjóður gerir í athugasemdum sínum.

Með þessu frumvarpi eru lagðar til breytingar og styrkingar á tilteknu fyrirkomulagi búseturéttar hér á landi. ASÍ vekur athygli á því, að ekki hafa enn komið fram á Alþingi neinar þær tillögur eða breytingar sem nauðsynlegar eru á fyrirkomulagi fjármögnunar á íbúðarhúsnæði og skyldum ríkis og sveitarfélaga í því efni þannig að hér geti byggst upp húsnæðiskerfi sem tryggi almennu launafólki húsnæðiskostnað á bilinu 20-22% af ráðstöfunartekjum.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ