Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003

Reykjavík 8.12 2015
Tilvísun: 201511-0033

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003, 370. mál
Samkvæmt markmiðum sínum er frumvarpinu ætlað að skýra og styrkja réttarstöðu húsnæðissamvinnufélaga og félagsmanna þeirra. ASÍ tekur undir þau markmið og gerir ekki athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Frumvarpið hefur tekið minniháttar breytingum frá því að það var síðast lagt fram. Þær breytingar eru þó ekki tilgreindar sérstaklega. Svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til tæknilegra athugasemda sem Íbúðalánasjóður gerði í umsögn sinni þá er málið var lagt fram á síðasta þingi en ASÍ tók undir þær athugasemdir og gerir enn.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ