Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998

Reykjavík 3. nóvember 2010
Tilvísun: 201010-0022


Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 100. mál.


Eins og fram kemur í greinargerð eru markmið frumvarpsins þríþætt og lúta að m.a. réttarstöðu og húsnæðisöryggi fjölskyldna sem missa íbúð við nauðungaruppboð, veitingu óverðtryggðra lána og auknum lánum til breytinga og viðhalds. Alþýðusamband Íslands styður framgang þessa máls.

Virðingarfyllst, 
Magnús M. Norðdahl hrl.  
Lögfræðingur ASÍ