Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (samþykktir o.fl.)

Reykjavík: 23.10.2014
Tilvísun: 201410-0006

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (samþykktir o.fl.)., 12. mál

Alþýðusamband Íslands gerir ekki efnislegar athugasemdir við efni frumvarps þessa. Tekið skal þó fram að mati ASÍ er einföldun á regluverki því sem gildir um félög með takmarkaða ábyrgð ekki það verkefni sem brýnast væri að ráðast í er það regluverk varðar.

Eru þingmenn í því sambandi og í þeirri vinnu sem boðuð er í frumvarpinu við frekari einföldun, minntir á að misnotkun á félögum með takmarkaða ábyrgð m.a. með svokölluðu „kennitöluflakki“ er alvarlegt vandamál í íslensku efnahagslífi. Í því samhengi og þar sem vinna er hafin við endurskoðun þess lagaramma sem á við um slík félög, leggur ASÍ það til að þingmenn hafi til hliðsjónar greiningu og tillögur ASÍ frá 2013 til að sporna gegn kennitöluflakki sem eru aðgengilegar hér.Virðingarfyllst,
Halldór Oddsson.
Lögfræðingur hjá ASÍ