Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, með síðari breytingum (aukinn aðgangur að fyrirtækjaskrá)

Reykjavík: 27.2 2017
Tilvísun: 201702-0033


Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, með síðari breytingum (aukinn aðgangur að fyrirtækjaskrá), 116. mál

Þær upplýsingar sem vistaðar eru í fyrirtækjaskrá eru opnar en gerð er krafa um sérstakt gjald vegna útgáfu vottorða, staðfestinga o.fl. og er það eðlilegt þar sem um opinber vottorð er að ræða. Mikilvægt er hins vegar bæði einstaklingum og fyrirtækjum að eiga greiðan og hindrunarlausan aðgang að rafrænni uppflettingu í skránni og þess vegna tekur Alþýðusamband Íslands undir þau sjónarmið sem að baki þessu frumvarpi búa.


Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ