Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (verðsamráð í mjólkuriðnaði)

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (verðsamráð í mjólkuriðnaði)

Reykjavík, 15.05.2015
Tilvísun: 201505-0011

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (verðsamráð í mjólkuriðnaði), 292. mál
Það er skoðun ASÍ að núverandi fyrirkomulag í mjólkuriðnaði sé hvorki besta leiðin til að bæta hag neytenda né að það skapi næga hvata fyrir framleiðendur til þess að auka samkeppnishæfni, framleiðni og lækka vöruverð. Heldur þvert á móti komi núverandi fyrirkomulag í veg fyrir þá hvata sem heilbrigð samkeppni kemur öllum til góðs. Þannig er innkoma nýrra aðila á markað nær útilokuð og stórum aðilum gert kleift að nýta sér markaðsráðandi stöðu til að koma í veg fyrir samkeppni.

Það er álit ASÍ að ekki hafi verið færð sterk rök fyrir því að mjólkuriðnaður skuli undanþeginn samkeppnislögum. Alþýðusambandið styður þannig þær breytingar sem lagðar eru til í ofangreindu frumvarpi.

f.h. ASÍ
Róbert Farestveit
hagfræðingur