Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur)

Tilvísun: 201301-0039
Reykjavík: 12.02.2013
 
 
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur), 490. mál     
 
Alþýðusamband Íslands leggur áherslu á að í frjálsu samfélagi sé það fyrst og fremst gagnsæi á eignarhaldi annars vegar og viðspyrna við fákeppni og óeðlilegri samþjöppun á eignarhaldi sem tryggi heilbrigða samfélagsumræðu. Alþýðusamband Íslands styður því framgang frumvarpsins hvað þessa hluti varðar.
 
Hvað varðar 9. og 15. gr. frumvarpsins um breytingar á ákvæðum laganna við banni á hatursáróðri, þá styður Alþýðusamband Íslands að sjálfsögðu alla viðleitni í viðspyrnu gegn slíku með þeim fyrirvara að tjáningarfrelsi fjölmiðla sé meginreglan og heimildir Fjölmiðlanefndar til inngripa og/eða afskipta verði túlkaðar þröngt.
 
Í ljósi tilkomu frumvarpsins og framangreindrar umfjöllunar vill Alþýðusamband Íslands að fram komi að það telur tilefni fyrir stjórnvöld að ráðast í heildarskoðun á hvernig megi spyrna við hatursáróðri í samfélaginu. Ekki bara þá í fjölmiðlum sem falla undir gildissvið laganna, heldur hefði verið vert að skoða þetta heildstætt og fá inn í þá vinnu skoðun á virkni 233. gr. A í almennum hegningarlögum og jafnframt hvort tilefni væri til að draga svokallaða samfélagsmiðla í þá skoðun.
 
 
Virðingarfyllst,
Halldór Oddsson 
lögfræðingur hjá ASÍ