Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, 523. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, 523. mál.

Megintilgangur frumvarpsins er að innleiða reglugerð Evrópusambandsins um reiki á almennum farsímanetum innan bandalagsins og um breytingar á tilskipun um hámarksverð í heild- og smásölu fyrir símtöl í reiki í
farsímanetum. Þá er ætlunin að styrkja heimildir Póst- og fjarskiptastofnunar til að leggja smásölukvaðir á fjarskiptafyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk (en fella niður samsvarandi kvaðir gagnvart
öðrum fjarskiptafyrirtækjum). Loks er gert ráð fyrir breytingum á gildandi fjarskiptalögum til þess að efla neytendavernd, m.a. er kveðið á um skyldu fjarskiptafyrirtækja til þess að miðla upplýsingum til notenda sinna um þann verðmun sem er því fylgjandi að hringja annars vegar innan kerfis síns fjarskiptafyrirtækis og hins vegar yfir í kerfi annarra fjarskiptafyrirtækja.

Alþýðusamband Íslands fagnar því að stigið sé skref til að auka neytendavernd og styður frumvarpið.