Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs)

Reykjavík, 6. mars 2019
Tilvísun: 201902-0013

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs), 154. mál

Frumvarpið er efnislega í samræmi við tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs, auk annars, með yfirskriftinni Framtíðarstefna í fæðingarorlofsmálum, frá mars 2016. Alþýðusambandið stóð að þeim tillögum.
Frá því starfshópurinn skilaði af sér hafa komið fram þau sjónarmið að fæðingarorlofið eigi að skiptast jafnt á milli foreldra. Mikilvægt er að fjallað verði frekar um þessi sjónarmið og útfærslu þeirra.


Virðingarfyllst,
Halldór Grönvold,
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ