Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum, 61. mál

Reykjavík, 28. nóvember 2010

Tilvísun: 201011-0033

 

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum, 61. mál.

Allt frá gildistöku EES samningsins hafa EFTA EES ríkin skuldbundið sig til að inna af hendi tilteknar greiðslur til að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi milli svæða innan EES með það fyrir augum að stuðla að jafnri og stöðugri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila eins og kveðið er á um í 1. gr., sbr. 115. gr. EES-samningsins.

Það frumvarp sem hér er til umsagnar er til staðfestingar á samningi sem gerður var fyrr á þessu ári um greiðslur í Þróunarsjóð til aðstoðar fátækari ríkjum innan ESB í samræmi við þau markmið sem getið er um hér að framan.

Alþýðusamband Íslands leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Með kveðju,

F.h. Alþýðusambands Íslands


Halldór Grönvold,

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ