Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 (bótaréttur fanga)

Reykjavík: 24.3 2017
Tilvísun: 201703-0023

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 (bótaréttur fanga), 121. mál

Alþýðusamband Íslands styður þau sjónarmið sem búa að baki þessu frumvarpi en þau byggja á því að vinnu meðan á refsivist stendur skuli meta með sama hætti og aðra vinnu. Það samræmist einnig niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 14.12 2007 í málinu nr. 3671/2002 en að því máli átti Alþýðusamband Íslands frumkvæði. Niðurstaða Umboðsmanns fylgir umsögn þessari. Vakin er athygli á því, að samhliða því að viðurkenna réttarstöðu vinnandi fanga eins og annars launafólks í þessu sambandi ætti samhliða að gera „launagreiðandanum“ að greiða nauðsynleg iðgjöld vegna atvinnuleysistryggingarinnar.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ


Hjálagt:
Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis í málinu nr. 3671/2007.