Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar

Reykjavík: 12.12.2013
Tilvísun: 201311-0023
 
 
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 o.fl., 144. mál.
 
Alþýðusamband Íslands styður markmið þessa frumvarps en gerir athugasemd við i. lið 2.gr. um eftirlit og viðurlög. Þær heimildir sem lögfestar eru með þessu ákvæði mæla fyrir um söfnun persónuupplýsinga sem sumar hverjar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar. Jafnframt felur öflun þeirra og beiting viðurlaga í sér verulegt inngrip í líf viðkomandi. Í greininni er ekki að finna ákvæði um formlega ferla, málsmeðferð, málsskot og þess háttar og þá sérstaklega hvað varðar ráðstafanir sem mælt er fyrir um í 2, 3 og 4 mgr. Skýra þarf réttarstöðu einstaklinga í þessu efni þannig að tryggt sé að meginreglum stjórnsýslulaga verði verði fylgt og persónuverndar gætt. 
 
Virðingarfyllst, 
Magnús M. Norðdahl hrl.,   
lögfræðingur ASÍ