Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (ívlinun vegna endurbóta og viðhalds)

Reykjavík 29. apríl 2010

Tilvísun: 201004-0013

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (ívlinun vegna endurbóta og viðhalds), 506. mál.

Alþýðusamband Íslands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (ívlinun vegna endurbóta og viðhalds), 506. mál.

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að markmið þess eru að „... koma til móts við eigendur fasteigna sem þarfnast viðhalds en halda að sér höndum vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga, sporna við svartri atvinnustarfsemi og hvetja til aukinnar starfsemi á byggingarmarkaði en fjölmennasti hópur á atvinnuleysisskrá eru þeir sem áður störfuðu við mannvirkjagerð. Frádráttarheimild hvetur til framkvæmda en það er mikilvægt eins og atvinnuástandið er nú og horfur eru á því á næstunni, m.a. í byggingargeiranum. Auk þess er almennt litið svo á að slík tímabundin heimild sé líkleg til að stuðla að minni undanskotum frá skatti og muni þar með minnka svarta atvinnustarfsemi. Að sama skapi getur frádráttarheimildin dregið úr greiðslum atvinnuleysisbóta vegna aukinna framkvæmda.

Alþýðusamband Íslands tekur undir þessi markmið og mælir með því að Alþingi samþykki frumvarpið.

F.h. Alþýðusambands Íslands

_________________________________

Ólafur Darri Andrason

Hagfræðingur ASÍ