Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, með síðari breytingum

Reykjavík, 14.01.2013
Tilvísun: 201212-0040
 
 
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, með síðari breytingum, 502. mál.
 
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 99/2010 sem varða ívilnanir til nýfjárfestinga. Í fyrsta lagi snúa breytingarnar að því að afnema heimildir til beins fjárstuðnings til verkefna. Í öðru lagi snúa breytingar að því að rýmka heimildir til ívilnana í fjórum liðum.
 
Efnahagshrunið kom meðal annars fram í harkalegri aðlögun heimila í átt að lakari kaupmætti en ekki síst í gífurlegum samdrætti fjárfestingar, á öllum sviðum. Sá vandi er ekki einungis bundinn við Ísland en órói og óvissa í Evrópu og hagkerfi heimsins hafa dregið úr væntingum og skilyrði fyrir fjárfestingu versnað.
 
Alþýðusambandið leggur áherslu á skilvirkt ferli við nýfjárfestingu og tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í 1. gr. Þörf er á hagvexti drifnum áfram í meira mæli af fjárfestingu og  styður Alþýðusambandið fyrirliggjandi breytingar á núgildandi lögum og telur að þær komi til með að styrkja samkeppnisstöðu Íslands og skapa betri grundvöll fyrir nýfjárfestingu hérlendis. 
 
 
Virðingarfyllst,
Róbert Farestveit
hagfræðingur hjá ASÍ