Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003 (húsnæðissparnaður)

Reykjavík: 9.12.2013       
Tilvísun: 201312-0001

 

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003 (húsnæðissparnaður) 175. mál.


Alþýðusamband Íslands er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að auka þátt eiginfjármögnunar við fasteignakaup og hefur lagt til að nota megi m.a. séreignasparnað í því augnamiði og styður því hugmyndir um húsnæðissparnaðarreikninga og hvata til stofnunar þeirra. Vakin er athygli á því, að vegna breytts húsnæðismarkaðar hefur fjöldi leigjenda vaxið og að mikil þörf hefur skapast fyrir sparnað sem nota mætti til fyrirframgreiðslu húsaleigu. Mælt er með því að innistæður á húsnæðissparnaðarreikningum mætti nota í því skyni.    


Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,  
lögfræðingur ASÍ