Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík 6. desember 2010
Tilvísun: 201011-0052

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, 203. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, 203. mál.

Með frumvarpi þessu er lagt til að Fiskistofu verði heimilt að beita dagsektum til að knýja fram skil á svokölluðum vigtar- og ráðstöfunarskýrslum. Ýmsir aðilar eru háðir reglubundnum skilum þessara upplýsinga. Sem dæmi má nefna að úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna notar þær til að ákvarða fiskverð í viðskiptum milli skyldra aðila. Því miður hefur orðið vart vanrækslu við skýrsluskilin og tímabært að taka á því.

Alþýðusamband Íslands mælir með því að frumvarp það sem hér er til umsagnar verði samþykkt.

Virðingarfyllst,
Stefán Úlfarsson
Hagdeild ASÍ