Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, og lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, og lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, og lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa.

Alþýðusamband Íslands lýsir fullum stuðningi við efni frumvarpsins og leggur ríka áherslu á að það verði að lögum sem fyrst, enda liggur fyrir að bæði af hálfu launafólks og atvinnurekenda er beðið eftir því að það taki gildi. Eins og kemur fram í athugasemdum með frumvarpinu og áréttað var á fundi félags- og trygginganefndar sl. föstudag er tilgangur frumvarpsins sá að fyrirtæki sem standa frammi fyrir þrengingum og samdrætti í starfsemi sinni fari frekar þá leið að draga úr starfshlutfalli starfsmanna sinna tímabundið fremur en að segja upp ráðningarsamningi þeirra.

Jafnframt skal áréttuð sú afstaða Alþýðusambandsins, vegna gildistíma laganna, að tíminn fram til 1. maí n.k. verði notaður til að meta reynsluna af framkvæmd þessara breytinga á lögunum um atvinnuleysistryggingar og reynsluna af lögunum að öðru leyti í ljósi samdráttarins á vinnumarkaði og vaxandi atvinnuleysis.