Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 5/1998

Í frumvarpinu er lagt til að kjósandi geti við tilteknar aðstæður haft sér til aðstoðar við atkvæðagreiðslu einstakling að eigin vali í stað þess að vera bundinn af því að velja einn kjörstjórnarmanna á staðnum.

Frumvarpið er andstætt 49.gr. laganna sem mælir fyrir um hver megi vera viðstödd í kjörstofu en það skulu einungis vera kjósendur, kjörstjórn og fulltrúar lista.

Ekki er augljóst hver tilgangur frumvarpsins er en það víkur frá þeim meginreglum sem lengi hafa gilt við leynilegar kosningar hér á landi og ekki verið tilefni deilna.

Eins og nú háttar er reynt að koma í veg fyrir að leynd sé rofin um hverjum atkvæði sé greitt. Verði opnað fyrir nálægð þriðja aðila sem ekkert erindi á í kjörstofu skapast hætta á því að atkvæði verði söluvara og fullnusta kaupanna staðfest með nærveru aðila sem ekkert erindi á í kjörstofu annað en að fylgja viðkomandi kjósanda.

ASÍ mælir því ekki með samþykki þessa frumvarps.

F.h. Alþýðusambands Íslands,

Magnús M. Norðdahl h