Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál (137 mál).

Með frumvarpinu er lagt til að heimilaður lánstími skuldbreytingarlána sem Íbúðalánasjóði er heimilt að veita verði lengdur úr 15 árum í 30 ár. Jafnframt er lagt til að heimilt verði að lengja upphaflegan lánstíma lána sjóðsins vegna greiðsluerfiðleika um allt að 30 ár í stað 15 ára eins og nú er.  Þá er lagt til að Íbúðalánasjóði verði veitt heimild til að leigja eða fela öðrum með samningi að annast leigumiðlun með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn eignast á nauðungaruppboði.

ASÍ styður mjög eindregið samþykkt þessa frumvarps en lítur jafnframt svo á, að um sé að ræða einn þátt af mun stærri áætlun um nauðsynlegar breytingar á lögum til þess að mæta hratt vaxandi vanda á húsnæðis- og lánamarkaði.