Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/1987, um orlof, með síðari breytingum

Reykjavík,20. apríl 2011

Tilvísun: 201104-0035

 

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/1987, um orlof, með síðari breytingum. – 661. mál

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/1987, um orlof, með síðari breytingum. – 661. mál

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við ákvæði í lögum um orlof varðandi réttarstöðu starfsmanna, sem vegna veikinda geta ekki farið í orlof innan tilsetts tíma. Samkvæmt lögunum er í þeim tilvikum aðeins kveðið á um rétt til greiðslu orlofslauna en ekki orlofstöku. Hefur stofnunin talið að framangreint brjóti í bága við ákvæði 7. gr. tilskipunar 2003/88/EB, um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma.

Þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu er ætlað að mæta framangreindum athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA og bæta réttarstöðu starfsmanna í þeim undantekningartilvikum sem um ræðir.

Sú tillaga sem nú liggur fyrir um breytingar á orlofslögunum er unnin í ágætu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.

Alþýðusamband Íslands leggur til að frumvarpið verði samþykkt.


Virðingarfyllst,

Halldór Grönvold,

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ