Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl

Reykjavík 26.02 2010

Mál: 201002-0012

 

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. (197 mál)

Alþýðusamband Íslands styður eindregið framangreint frumvarp og telur það vera mikilvægan þátt þess uppgjörs sem nú fer fram í kjölfar efnahagshrunsins. Ljóst er réttarkerfið er og verður undir miklu álagi á næstu árum og brýnt að almenningur, sem bera mun kostnað hrunsins, verði ekki fyrir ónauðsynlegum réttarspjöllum og tapi vegna þess álags.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ