Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur, með síðari breytingum

Reykjavík, 19. apríl 2011

Tilvísun: 201104-0036

 

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur, með síðari breytingum, 729. mál

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur, með síðari breytingum.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gert athugasemdir við tiltekin efni laga nr. 139/2005, um starfsmannaleigur, með síðari breytingum, sem stofnunin telur að brjóti hugsanlega í bága við 36. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars að teknu tilliti til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins. Gerð er grein fyrir þessum athugasemdum í athugasemdum með frumvarpinu.  Þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpi þessu á tilteknum ákvæðum laga um starfsmannaleigur er ætlað að mæta framangreindum athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA án þess þó að skerða á nokkurn hátt þau markmið sem lögunum er ætlað að ná, enda ekki gert ráð fyrir að umræddar breytingar hafi áhrif á framkvæmd laganna auk þess sem Vinnumálastofnun ber ætíð að fara að stjórnsýslulögum í störfum sínum, meðal annars með því að gæta meðalhófs.

Sú tillaga sem nú liggur fyrir um breytingar á starfsmannaleigulögunum er unnin í ágætu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.

Alþýðusamband Íslands leggur til að frumvarpið verði samþykkt.


Virðingarfyllst,

Halldór Grönvold,

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ