Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu)

Reykjavík: 06.02.2013
Tilvísun: 201301-0032
 
 
 
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu), 478. mál.
 
Nái frumvarpið fram að ganga mun það gera refsiramma ákvæða almennra hegningarlaga er varða kynferðisbrot gegn börnum skýrari og jafnframt auka innra samræmi. Alþýðusamband Íslands fagnar því tilkomu frumvarpsins og hvetur til þess að það verði gert að lögum á yfirstandandi þingi.
 
 
 
Virðingarfyllst, 
Halldór Oddsson,  
Lögfræðingur hjá ASÍ