Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (tryggingagjald, samsköttun milli skattþrepa o.fl.)

Reykjavík 29.apríl 2016
Tilvísun: 201604-0018


Efni: Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (tryggingagjald, samsköttun milli skattþrepa o.fl.), 667.mál

Líkt og m.a. fram kom í bókun Alþýðusambands Íslands með skýrslu starfshóps um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála frá því mars sl. skilyrðir ASÍ samþykki sitt fyrir lækkun tryggingagjalds við að sú lækkun komi ekki niður á hlutdeild Fæðingarorlofssjóðs af tryggingagjaldi. Samkvæmt útreikningum sambandsins rúmast tillögur starfshópsins innan þess tryggingagjalds sem Fæðingarorlofssjóður fékk á árunum 2012-2013, þ.e. 1,28% en framlagið var á árinu 2014 lækkað um nærri helming. Með þessu hafa stjórnvöld raskað mikilvægu jafnvægi iðgjalda til Fæðingarorlofssjóðs sem brýnt er að leiðrétta þannig unnt sé að gera nauðsynlegar umbætur í fæðingarorlofsmálum.
Alþýðusambandið tekur undir efni 3. og 5. gr. frumvarpsins varðandi afnám heimildar til samsköttunar hjóna milli skattþrepa en sambandið hefur áður gagnrýnt þá ívilnun sem í þessu felst gagnvart hátekjufólki.

Virðingarfyllst,
Henný Hinz,
hagfræðingur ASÍ