Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu (húsnæðisliður vísitölu neysluverðs)

Reykjavík 3. apríl 2018
Tilvísun: 201803-0036

Efni: Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með síðari breytingum (húsnæðisliður vísitölu neysluverðs) 246. mál

Alþýðusambandið mælir með samþykkt frumvarpsins með vísan til eftirfarandi ályktunar sem samþykkt var á 42. þingi ASÍ í október 2016:

42. þing ASÍ haldið 26.-28. október 2016 skorar á stjórnvöld og Alþingi að vísitala neysluverðs til verðtryggingar skv. lögum um vexti og verðtryggingu verði hér eftir reiknuð án húsnæðisliðar.

Virðingarfyllst,
Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ