Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (skattleysi uppbóta á lífeyri)

Reykjavík 23. febrúar 2018
Tilvísun: 201802-0011


Efni: Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (skattleysi uppbóta á lífeyri), 108. mál

Í frumvarpinu er lagt til að uppbót á lífeyri almannatrygginga vegna kostnaðar sem ekki fæst greiddur eða bættur með örðum hætti, til lífeyrisþega sem ekki getur framfleytt sér án hennar, verði undanþegin skattskyldu.

Alþýðusamband Íslands styður heilshugar markmið frumvarpsins um að bæta kjör verst stöddu lífeyrisþeganna. ASÍ telur þó heppilegra að horft sé til þess að bæta afkomu lífeyrisþega t.d. með því að draga úr almennu skerðingarhlutfalli almannatrygginga og ráðast í löngu tímabærar kerfisbreytingar á bótakerfi örorkulífeyrisþega til samræmis við tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygginga sem skilaði tillögum um mitt ár 2016.

Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ