Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum (þunn eiginfjármögnun)

Reykjavík 4.7 2016
Tilvísun: 201606-0007

Efni: Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum (þunn eiginfjármögnun), 735. mál

Alþýðusambandið tekur undir markmið frumvarpsins um að vinna gegn möguleikum á skattasniðgöngu með svokallaðri þunnri eiginfjármögnun þar sem félög eru yfirskuldsett með lánum frá tengdum aðilum. Með frumvarpinu er komið í veg fyrir að tengdir aðilar geti hagrætt skattstofni sínum með því að flytja tekjur og gjöld milli landa og komið sér þannig hjá því að greiða skatta til sameiginlegra sjóða.

Alþýðusambandið styður eindregið framgangs málsins.


Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ