Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr.40/2007 og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999, með síðari breytingum (einbýli)

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr.40/2007 og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999, með síðari breytingum (einbýli)

Reykjavík 24.2.2011

Tilvísun: 201101-0035

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr.40/2007 og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999, með síðari breytingum (einbýli), 214.mál.

Alþýðusambandið tekur undir markmið frumvarpsins og það sjónarmið að nauðsynlegt sé að tryggja eldra fólki sem flyst á hjúkrunar- og dvalarheimili þau sjálfsögðu réttindi að eiga þess kost að búa einir í herbergi. Sömuleiðis er tekið undir það sjónarmið að nauðsynlegt sé að fyrir liggi áætlun um það með hvaða hætti þetta verði tryggt á næstu árum og hvernig verkefninu miðar áfram.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands

Henný Hinz

hagfræðingur