Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum (losun fjármagnshafta)

Reykjavík 26.8.2016
Tilvísun: 201608-0025

Efni: Frumvarp til laga um breytingar á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum (losun fjármagnshafta), 826. mál

Alþýðusambandið tekur undir mikilvægi þess að losa eins fljótt og kostur er um þær takmarkanir sem settar voru á fjármagnsflutninga einstaklinga og fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Ofangreint frumvarp er liður í því ferli.

Alþýðusambandið leggur áherslu á að við losun fjármagnshafta verði stiginn varfærin skref og þess gætt í hvívetna að ógna ekki efnahagslegum stöðugleika með gengisfalli og verðbólgu sem leiði til kjararýrnunar launafólks. Í því tilliti má benda á að gildandi kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hvíla á þeirri forsendu að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum. Gangi það ekki eftir skapast hætt á óróleika á vinnumarkaði og uppsögn kjarasamninga.

Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ