Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Umsögn um frumvarp til laga um br. á lögum um fæðingar- og
foreldraorlof, með síðari breytingum, 387. mál

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um br. á
lögum um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum 387. mál.
Frumvarpið felur í sér nokkrar efnisbreytingar á gildandi lögum, auk þess
sem um er að ræða tæknilegar breytingar, m.a. vegna breytinga á lögum
um Stjórnarráð Íslands.
Viðamesta efnisbreytingin skv. frumvarpinu varðar breytingu á
viðmiðunartímabilinu sem lagt er til grundvallar útreikningum á greiðslum úr
Fæðingarorlofssjóði. Þar sem viðmiðunartímabilið er stytt og fært nær töku
fæðingarorlofsins en nú er. Alþýðusambandið fagnar þessari breytingu enda
mætir hún í mikilvægum atriðum þeirri gagnrýni sem ASÍ setti fram þegar
núverandi regla um þetta efni var ákveðin með lögum nr. 90/2004. Við það
tækifæri benti ASÍ á að sú breyting mund hafa í för með sér umtalsverða
raunlækkun á rétti einstaklinga til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði og
ýmiskonar óhagræði annað. Þó ber að geta þess að ábatinn af breytingunni
nú mun að nokkru hverfa vegna breytinga á skilgreiningu á
heildar meðallaunum, þar sem nú verður heimilt að taka mið af öðrum
greiðslum en atvinnutekjum.
Aðrar breytingar sem lagðar eru til skv. frumvarpinu virðast til þess fallnar
að skýra betur framkvæmd laganna og treysta réttarstöðu einstaklinga
gagnvart Fæðingarorlofssjóði.
Um leið og Alþýðusambandið lýsir stuðningi við meginefni frumvarpsins
gagnrýnir það að tækifærið skuli ekki notað til að bæta úr því mikla óréttlæti
og mismunun sem fellst í framkvæmd laganna þegar kemur að rétti foreldra
í fæðingarorlofi til greiðslu orlofslauna vegna greiðslna úr
Fæðingarorlofssjóði. Um þetta efni vísast til umsagnar sem
Alþýðusambandið gerði vegna frumvarps til laga um fæðingar- og
foreldraorlof, 22. mál, orlofslaun frá árinu 2004. Þar sagði m.a.:

„Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um
fæðingar- og foreldraorlof, 22. mál, orlofslaun. Markmiðið með frumvarpinu,
verði það að lögum, er að tryggja að foreldrar í fæðingarorlofi fái greidd
orlofslaun vegna greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði.