Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, og lögum um hlutafélög, nr. 2/1995

Reykjavík 15.2 2018
Tilvísun: 201802-0016

Efni: Frumvarp til laga um breytingar á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, og lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum (aukinn aðgangur að ársreikningaskrá og hlutafélagaskrá), 12. mál

Í frumvarpinu er lagt til að þær upplýsingar sem vistaðar eru í ársreikningaskrá og hlutafélagaskrá og í dag eru aðgengilegar gegn gjaldi verði opnar almenningi með rafrænum hætti án gjaldtöku. Alþýðusambandið telur mikilvægt að einstaklingar og fyrirtæki hafi hindrunarlausan aðgang að þeim upplýsingum sem þessar skrár hafa að geyma og tekur undir þau sjónarmið sem að baki frumvarpinu liggja.

Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ