Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, með síðari breytingum

Reykjavík 4. maí 2010.

 

Efni:  Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, með síðari breytingum - 556. mál

Með frumvarpinu er verið að taka af öll tvímæli um að við aðilaskipti af fyrirtækjum yfirtekur framsalshafi skyldur framseljenda gagnvart starfsmönnum, þ.m.t. varðandi vanefndir framseljanda við starfsmenn, s.s. vangoldin laun, við aðilaskiptin. Sú breyting sem lögð er til er í samræmi við réttarstöðu launafólks við aðilaskipti eins og hún hefur verið túlkuð í Evrópurétti. Að mati ASÍ er hér um mikilvægar réttarbót að ræða og löngu tímabæra í ljósi túlkunar Hæstaréttar á núgildandi lögum.

Alþýðusamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við efni frumvarpsins og leggur til að það verði samþykkt sem fyrst.

Virðingarfyllst,

Halldór Grönvold,

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ