Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda

Reykjavík 4. maí 2010

 

Efni:  Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda - 558. mál.

Með frumvarpinu er verið að efna yfirlýsingu sem gefin var af ríkisstjórn í tengslum við gerð kjarasamninga 17. febrúar 2008 og áréttuð var við gerð stöðugleikasáttmálans í júní 2009.

Að efni til er með breytingunni verið að tryggja að allt launafólk öðlist réttindi til endur- og eftirmenntunar á vinnumarkaði í samræmi við þær reglur sem þar gilda. Líta ber á slíkan rétt sem mikilvægan þátt í að efla stöðu og möguleika fólks á vinnumarkaði og framlag til virkra vinnumarkaðsaðgerða. Í dag eru hópar launafólks sem ekki njóta slíkra réttinda og er frumvarpinu ætlað að bæta úr því. Þá er rétt að fram komi að full samstaða er meðal aðila vinnumarkaðarins um efni frumvarpsins.

Alþýðusamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við efni frumvarpsins og leggur til að það verði samþykkt sem fyrst.

Virðingarfyllst,

Halldór Grönvold,

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ