Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum, nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum

Reykjavík, 8.mars 2011

Tilvísun: 201103-0005

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum, nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum, 547. mál.

Alþýðusamband Íslands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á lögum nr.44/199, um húsnæðismál, með síðari breytingum, 547.mál.

Frumvarpið heimilar Íbúðalánasjóði, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að færa niður veðkröfur sjóðsins á hendur einstaklingum sem stofnað var til fyrir 31. desember 2008 og voru umfram 110% af verðmæti fasteignar þann 1. janúar 2011, um að allt að 4 milljónir króna hjá einstaklingum og allt að 7 milljónir króna hjá hjónum. Þá heimilar frumvarpið niðurfærslu um allt að 15 milljónir króna hjá einstaklingum og allt að 30 milljónir króna hjá hjónum ef verðkröfur eru þrátt fyrir framangreinda niðurfærslu enn umfram 110% af verðmæti fasteignar, auk þess sem greiðslubyrði vegna íbúðalána er hærri en sem nemur 20% af samanlögðum tekjum lántaka og maka hans.

Efni frumvarpsins er í samræmi við þá viljayfirlýsingu sem stjórnvöld, lánastofnanir og lífeyrissjóðir undirrituðu þann 3. desember 2010 um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og það samkomulag sem lánveitendur á íbúðalánamarkaði undirrituðu þann 15. janúar 2011 um verklagsreglur um nánari útfærslu á aðgerðunum. Íbúðalánasjóði er að óbreyttu ekki heimilt að færa niður kröfur sjóðsins í samræmi við efni samkomulagsins og er ofangreind lagabreyting því forsenda fyrir aðild sjóðsins að aðgerðunum.

Alþýðusamband Íslands leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands

Henný Hinz

hagfræðingur