Stefna ASÍ

  • Forsíða
  • Stefna ASÍ
  • Umsagnir um þingmál
  • Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 163/2007, um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, með síðari breytingum (tölfræðilegar upplýsingar um skuldir heimila og fyrirtækja)

Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 163/2007, um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, með síðari breytingum (tölfræðilegar upplýsingar um skuldir heimila og fyrirtækja)

Reykjavík, 24. júní 2013
Tilvísun: 201306-0020
 
Efni: Umsögn ASÍ um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 163/2007, um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, með síðari breytingum (tölfræðilegar upplýsingar um skuldir heimila og fyrirtækja).
 
ASÍ telur mikilvægt að safnað sé upplýsingum um fjárhagsstöðu skuldugra heimila og að unnið sé úr þeim. Markmið frumvarpsins er að taka af öll tvímæli um að Hagstofunni sé heimilt að afla nauðsynlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu skuldugra heimila.
 
ASÍ mælir með samþykkt frumvarpsins.
 
 
F.h. Alþýðusambands Íslands
Ólafur Darri Andrason,
hagfræðingur ASÍ