Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 160/2008 um endurgreiðslur vegna gleraugnakaupa barna

Reykjavík, 14.2 2018
Tilvísun: 201802-0006

Efni: Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 160/2008 um endurgreiðslur vegna gleraugnakaupa barna, 105. mál

Alþýðusambandi Íslands styður markmið frumvarpsins um að auka greiðsluþátttöku ríkisins í gleraugnakostnaði barna. Hins vegar er sú tilboðsleið sem lögð er til í frumvarpinu ófullkomin þar sem hún er ekki skuldbindandi fyrir söluaðila. Vænlegast væri að auka frekar greiðsluþátttöku í kostnaði við gleraugu barna með því að uppfæra fjárhæðir í reglugerð nr. 1155/2005. Reglugerðin hefur ekki verið uppfærð sl. 13 ár og því hefur hlutfallsleg greiðsluþátttaka sjúkratrygginga lækkað umtalsvert. Samkvæmt óformlegri könnun ASÍ virðist sem greiðsluþátttaka sé aðeins á bilinu 20 – 40%, og eingöngu vegna sjónglerja.
Í 1. grein frumvarpsins er lagt til að Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu verði falið með lögum að sjá um umsýslu vegna þátttöku ríkisins í kostnaði við gleraugnakaup barna. ASÍ telur það ekki samrýmast hlutverki stofnunarinnar og telur eðlilegra að Sjúkratryggingum Íslands verði falið það hlutverk.

Virðingarfyllst,
F.h. Alþýðusambands Íslands
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur