Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lögum, nr. 121/1994, um neytendalán, með síðari breytingum

Reykjavík, 4.maí 2011

Tilvísun: 201104-0025

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum, nr. 121/1994, um neytendalán, með síðari breytingum, 724.mál.

Alþýðusambandið styður markmið frumvarpsins um að fella smálánastarfsemi undir lagaramma neytendalöggjafar og telur mjög brýnt að tryggja neytendavernd á þessum markaði. Hér er um starfsemi sem oftar en ekki er markaðssett gagnvart ungu fólki og öðrum viðkvæmum hópum og mikilvægt að nú þegar verði settar skorður sem vernda hagsmuni neytenda og tryggja upplýsingaskyldu og ábyrgð lánveitenda.

Alþýðusambandið mælir því eindregið með samþykkt frumvarpsins

 

F.h. Alþýðusambands Íslands

Henný Hinz

hagfræðingur