Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði

Um er að ræða víðtækari og ýtarlegri heimildir til beitingu viðurlaga við brotum á fjármálamarkaði. ASÍ er sammála því megin sjónarmiði að auka öryggi og gagnsæi viðskipta á fjármálamarkaði og frumvarpið stefnir í þá átt. Látið er milli hluta liggja hvort of langt sé gengið með svo ýtarlegum heimildum, en færa má rök fyrir því að svo sé hvað varðar refsinæmi brota sem óbreyttir starfsmenn geta átt hlutdeild í og sem refsiverð eru á grundvelli gáleysis. Tilgangur löggjafar af þessum toga hlýtur ætíð að vera sá fyrst og fremst að koma í veg fyrir auðgun eigenda og gerenda á fjármálamarkaði en ekki sá að skapa óbreyttum starfsmönnum fjármálafyrirtækja erfiðari starfsskilyrði en nauðsynlegt er.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands,

 Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ