Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög)

Reykjavík, 5. maí 2010

Mál: 201004-0022

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög), 485. mál.

Alþýðusamband Íslands fagnar frumvarpi þessu sem felur í sér að ein hjúskaparlög munu gilda fyrir alla og afmáður er þannig sá munur sem felst í mismunandi löggjöf annars vegar vegna hjúskapar karls og konu og hins vegar vegna staðfestrar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni. Frumvarpið og sú stefna sem það endurspeglar er í samræmi við þau grundvallarsjónarmið um jafnrétti og bann við mismunun sem ASÍ styður.

 

Virðingarfyllst,

Dalla Ólafsdóttir,

Lögfræðingur hjá ASÍ