Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breyting á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (Schengen, framfærsla o.fl.)

Reykjavík, 10. maí 2010

Tilvísun: 201005-0007

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (Schengen, framfærsla o.fl.).

Alþýðusamband Íslands styður þá breytingu sem fram kemur í 2. og 3. gr. frumvarpsins sem felur í sér að litið verður á atvinnuleysisbætur og greiðslur úr almannatryggingum sem trygga framfærslu einstaklinga.

Hvað varðar það atriði að greiðslur í formi félagslegrar aðstoðar ríkis eða sveitarfélags teljist ekki til tryggrar framfærslu bendir Alþýðusamband Íslands á að þeir einstaklingar sem sækja um búsetuleyfi hafa dvalist á landinu samfellt í a.m.k. fjögur ár. Þeir geta á því tímabili, rétt eins og fjöldi Íslendinga, lent í tímabundnum fjárhagsvandræðum og þannig neyðst til að þiggja félagslega aðstoð. Brýnt er að sú undanþága sem fram kemur í 5. máls. c-liðar 1. mgr. 15. gr., um að heimilt sé að víkja frá skilyrði um að greiðslur í formi félagslegrar aðstoðar ríkis eða sveitarfélags teljist ekki til tryggrar framfærslu,verði ekki túlkuð með of þröngum hætti.

 

Virðingarfyllst,

Dalla Ólafsdóttir

Lögfræðingur hjá ASÍ