Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breyting á lögum um nauðungarsölu

Reykjavík 28.10 2009

Mál 200910-0029

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um nauðungarsölu, 90.  mál.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ ) styður mjög eindregið framgang þessa máls. ASÍ vekur athygli á því ekki eru enn til staðar fullnægjandi réttarúrræði fyrir þann hóp skuldara sem á í verulegum greiðslu- og afkomu vandræðum. Yfir stendur endurskoðun á 10. kafla gjaldþrotalaga (greiðsluaðlögun) og lögum um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðlána en þeirri vinnu mun vonandi ljúka í nóvember og þá tekur við meðferð málsins á Alþingi. Frestun uppboða til loka janúar mun því að líkindum ekki duga.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl,

lögfræðingur ASÍ