Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breyting á lögum um námsstyrki

Reykjavík, 20. apríl 2011

Tilvísun: 201104-0039

 

Frumvarp til laga um breyting á lögum um námsstyrki, nr. 79/2003, 734. mál.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breyting á lögum um námsstyrki, nr. 79/2003, 734. mál.

Eins og fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu er helsta markmið þess að útvíkka gildissvið laga um námsstyrki og tryggja m.a. með því ákveðið jafnræði.

Alþýðusamband Íslands leggur til að frumvarpið verði samþykkt.


Virðingarfyllst,

Halldór Grönvold,

aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ