Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um breyting á lögum um dómstóla

Reykjavík 10.03 2010

Mál: 201003-0005

 

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um dómstóla (390 mál).

Alþýðusamband Íslands var kallað til umsagnar við undirbúnings þessa máls og styður afgreiðslu þess án breytinga. Það er álit ASÍ að eftir samþykkt þess gefist tækifæri til þess að skapa frið um skipan dómara en grafið hafði undan trausti almennings í þeim efnum á undanförnum árum.

Áskilinn er réttur til þess að koma að frekari athugasemdum við þingmál þetta eftir því sem meðferð þess á Alþingi miðar.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ