Stefna ASÍ

Frumvarp til laga um bann við mismunun (réttindi fatlaðs fólks)

Reykjavík 30.3 2016
Tilvísun: 201603-0016


Efni: Frumvarp til laga um bann við mismunun (réttindi fatlaðs fólks), 144. mál

Alþýðusamband Íslands styður eindregið samþykkt þessa frumvarps en efni þess hvað vinnumarkað varðar, samræmist þeim laga- og kjarasamningstúlkunum sem sambandið hefur beitt. Athygli er vakin á því að enn hefur ekki verið lagt fram frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði en efni þess styður sambandið heilshugar enda undirstrikar það viðhorf og stefnu ASÍ.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ